Gólfefnaframleiðsla

Í verksmiðjum okkar í Kaunas í Litháen fer öll gólfefnaframleiðsa fram. Allur viður sem við notum í gólfin okkar er sérþurkaður í tölvustýrðum þurkofnum sem gerir okkur kleift að stilla rakann í efninu nákvæmlega eins og þarf fyrir hvern markað. Við framleiðum gegnhelt stafaparket og viðarplanka þar sem viðurinn, eik eða askur er límdur á vatnsþolinn birkikrossvið. Þetta gerir gólfin okkar sterk og þolin t.d. gagnvart gólfhita. Starfsfólk okkar sem hefur verið árum saman hjá okkur leggur sig fram um að skila hágæða vinnu og má segja að hverri spítu sé klappað áður en hún yfirgefur verksmiðjuna. Við framleiðum og afhendum gólfefni tilbúin til lagningar og undir olíu og lakk, en einnig afhendum við tilbúin gólf olíuborin og lökkuð allt eftir óskum viðskiptavinarins.